Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 10:25 Peter Madsen var í apríl 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40