Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2020 19:54 Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“ Fíkn Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira