Dæmdur hryðjuverkamaður kynnir heimildarmynd hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:30 Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake. Bandaríkin Vegan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake.
Bandaríkin Vegan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira