15 ára stelpa í Þorlákshöfn seldi 20 myndir á klukkustund Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 19:15 Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndlist Ölfus Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira
Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Myndlist Ölfus Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira