Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 12:54 „Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
„Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15