Lundinn sækir sér prik til að klóra sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 20:30 Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér. Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér.
Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira