Grunnskólabörn í Rangárþingi ytra borða frítt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 12:45 Margrét Harpa Guðsteindsóttir, sem segist vera mjög ánægð með að Á-listinn hafi komið í gegn málinu um fríar máltíðir fyrir grunnskólabörn í Rangárþingi ytra. Einkasafn Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið. Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið.
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira