Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 23:07 Frá Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00