Rannsaka meint brot tveggja lyfjafræðinga Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2020 20:30 Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist. Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist.
Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira