Hélt að risa trukkur hefði keyrt á Ráðhús Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2020 19:15 Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira