Framboð verkalýðsins yrði ráðandi afl á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 11:56 Ragnar Þór segir ljóst að nýtt afl myndi hirða fylgi af öllum flokkum. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að niðurstaða könnunar sem stjórn VR fékk til að vinna fyrir sig um áhuga almennings á nýju stjórnmálaafli úr verkalýðshreyfingunni gefi byr undir báða vængi. MMR framkvæmdi könnunina og var niðurstaðan að sögn Ragnars sú að 23 prósent svarenda höfðu áhuga á að kjósa slíkan flokk yrði hann stofnaður. Ragnar viðraði hugmyndina í nóvember og vísaði til þess að um væri að ræða nýtt afl gegn spillingu. Hann segist þeirrar skoðunar að finnast ólíklegt að þeir flokkar sem bjóði fram til Alþingis nái að brúa það vantraust sem myndast hafi milli þings og þjóðar. „Því síður að vinda ofan af sviknum kosningaloforðum og annari spillingu sem almenningur er nánast vikulega minntur á. Það er hreinlega of langt mál að taka dæmi í þeim efnum,“ segir Ragnar Þór í færslu á Facebook. Að óbreyttu verður næst kosið til Alþingis árið 2021. Borin von að hægt sé að koma í veg fyrir spillingu „Ólíklegt er, miðað við samsetningu síðustu ríkisstjórna og þeirra sem hægt er að mynda miðað við síðustu kannanir, að takist að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, slá raunverulega skjaldborg um heilbrigðiskerfið, afnema skerðingar, virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarkrána eða vinda ofan af frekari hugmyndum um einkavæðingu grunnstoða samfélagsins,“ segir Ragnar Þór. Hann segir allar líkur á því að kerfisbundið verði haldið áfram að grafa undan innviðum til að tryggja og hyggla þröngum sérhagsmunaöflum enn meiri auð og enn meiri völd. Sömu öfl og hafi tekið yfir íslenskt samfélag sem skuggar og fjárhagslegur bakhjarl húsbóndahollra stjórnmála. „En þar með er ekki sagt að allir þingmenn eða flokkar séu spilltir og svikulir. Síður en svo. Það er einfaldlega borin von að samsetning næstu ríkisstjórna verði með þeim hætti að koma megi í veg fyrir það sem að ofan er lýst.“ Ekki útþynntur verkefnalisti Hann hafi viðrað hugmyndina um verkalýsðhreyfingu með þverpólitískt framboð til Alþingis á dögunum og sú hugmynd vakið töluverða athygli. „Svo mikla að varðhundar núverandi kerfis reyndu að halda því fram að það stangaðist á við lög að hreyfingin hefði skoðanir á því eða vildi hafa bein áhrif á hvernig landinu okkar er stjórnað.“ Þó hafi hugmyndinst byggst eingöngu á því að hreyfingin bjóði fram með stuttan verkefnalista sem kjósendur gætu valið um. „Verkefnalista sem væri ekki útþynntur með bittlingum á háborði stjórnarráðsins heldur væri framboðið nauðvörn gegn þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum. Framboðið væri tilraun í eitt kjörtímabil. Sterk viðbrögð sérhagsmunaafla er mælikvarði á það hvort við erum á réttri leið eða ekki. Mín tilfinning var sú að með þessari hugmynd vorum við á hárréttri leið.“ Stórfréttir og áfellisdómur Stjórn VR hafi því látið gera viðhorfskönnun almennings á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næsti Alþingiskosningum. „Niðurstaðan var athyglisverð og ánægjuleg því 23% svarenda höfðu hug á að kjósa slíkan flokk verði hann stofnaður. Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórnmálaflokkinn miðað við síðustu kannanir og mögulega ráðandi afl eftir næstu kosningar.“ Þetta hljóti að vera stórfréttir en að sama skapi áfellisdómur yfir núverandi flokkakerfi því samkvæmt könnun MMR væri óstofnað framboð að taka fylgi af öllum flokkum. Ragnar vildi ekki afhenda fréttastofu eintak af könnuninni sem stjórn VR lét vinna. Hann vildi fyrst kynna niðurstöðurnar fyrir miðstjórn ASÍ. Alþingi Kjaramál Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að niðurstaða könnunar sem stjórn VR fékk til að vinna fyrir sig um áhuga almennings á nýju stjórnmálaafli úr verkalýðshreyfingunni gefi byr undir báða vængi. MMR framkvæmdi könnunina og var niðurstaðan að sögn Ragnars sú að 23 prósent svarenda höfðu áhuga á að kjósa slíkan flokk yrði hann stofnaður. Ragnar viðraði hugmyndina í nóvember og vísaði til þess að um væri að ræða nýtt afl gegn spillingu. Hann segist þeirrar skoðunar að finnast ólíklegt að þeir flokkar sem bjóði fram til Alþingis nái að brúa það vantraust sem myndast hafi milli þings og þjóðar. „Því síður að vinda ofan af sviknum kosningaloforðum og annari spillingu sem almenningur er nánast vikulega minntur á. Það er hreinlega of langt mál að taka dæmi í þeim efnum,“ segir Ragnar Þór í færslu á Facebook. Að óbreyttu verður næst kosið til Alþingis árið 2021. Borin von að hægt sé að koma í veg fyrir spillingu „Ólíklegt er, miðað við samsetningu síðustu ríkisstjórna og þeirra sem hægt er að mynda miðað við síðustu kannanir, að takist að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, slá raunverulega skjaldborg um heilbrigðiskerfið, afnema skerðingar, virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarkrána eða vinda ofan af frekari hugmyndum um einkavæðingu grunnstoða samfélagsins,“ segir Ragnar Þór. Hann segir allar líkur á því að kerfisbundið verði haldið áfram að grafa undan innviðum til að tryggja og hyggla þröngum sérhagsmunaöflum enn meiri auð og enn meiri völd. Sömu öfl og hafi tekið yfir íslenskt samfélag sem skuggar og fjárhagslegur bakhjarl húsbóndahollra stjórnmála. „En þar með er ekki sagt að allir þingmenn eða flokkar séu spilltir og svikulir. Síður en svo. Það er einfaldlega borin von að samsetning næstu ríkisstjórna verði með þeim hætti að koma megi í veg fyrir það sem að ofan er lýst.“ Ekki útþynntur verkefnalisti Hann hafi viðrað hugmyndina um verkalýsðhreyfingu með þverpólitískt framboð til Alþingis á dögunum og sú hugmynd vakið töluverða athygli. „Svo mikla að varðhundar núverandi kerfis reyndu að halda því fram að það stangaðist á við lög að hreyfingin hefði skoðanir á því eða vildi hafa bein áhrif á hvernig landinu okkar er stjórnað.“ Þó hafi hugmyndinst byggst eingöngu á því að hreyfingin bjóði fram með stuttan verkefnalista sem kjósendur gætu valið um. „Verkefnalista sem væri ekki útþynntur með bittlingum á háborði stjórnarráðsins heldur væri framboðið nauðvörn gegn þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum. Framboðið væri tilraun í eitt kjörtímabil. Sterk viðbrögð sérhagsmunaafla er mælikvarði á það hvort við erum á réttri leið eða ekki. Mín tilfinning var sú að með þessari hugmynd vorum við á hárréttri leið.“ Stórfréttir og áfellisdómur Stjórn VR hafi því látið gera viðhorfskönnun almennings á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næsti Alþingiskosningum. „Niðurstaðan var athyglisverð og ánægjuleg því 23% svarenda höfðu hug á að kjósa slíkan flokk verði hann stofnaður. Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórnmálaflokkinn miðað við síðustu kannanir og mögulega ráðandi afl eftir næstu kosningar.“ Þetta hljóti að vera stórfréttir en að sama skapi áfellisdómur yfir núverandi flokkakerfi því samkvæmt könnun MMR væri óstofnað framboð að taka fylgi af öllum flokkum. Ragnar vildi ekki afhenda fréttastofu eintak af könnuninni sem stjórn VR lét vinna. Hann vildi fyrst kynna niðurstöðurnar fyrir miðstjórn ASÍ.
Alþingi Kjaramál Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira