Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 19:54 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“ Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“
Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53