Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 21:15 Líklegsta gossvæðið er sprunga sem lægi í gegnum Eldvörp í stefnu suðvestur-norðaustur, að mati Páls Einarssonar prófessors. Gossprungan gæti náð suður að ströndinni og langleiðina norður að Reykjanesbraut. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Stöðug smáskjálfavirkni í dag staðfestir að ekkert lát er á landrisi í Eldvörpum og Svartsengi. Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar og í því tilviki segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að fjallið myndi virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landrisið á svæðinu norðan Grindavíkur mælist nú yfir þrír sentímetrar og jarðskjálftamælir þar hefur sýnt stöðuga smáskjálfta í dag. Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn sýndi stöðuga smáskjálftavirkni í dag, - ótvírætt merki um að landris sé í gangi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta segir þá sögu að landrisið er í gangi núna, - bara nákvæmlega þessa síðustu klukkutíma,“ sagði Páll í dag. Páll telur alls ekki víst að þessi rishrina endi með gosi en ef svo fari, þá sé líklegast að sprungan opnist norðvestan Grindavíkur. Á korti sýnir hann hvernig hann telur langlíklegast að gossprungan myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Séð yfir orkuverið í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn fjær og Bláa lónið til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við getum sagt að langlíklegast sé þetta svæði hér,“ segir Páll um leið og hann leggur kennaraprikið yfir sprungulínuna um Eldvörp á kortinu. „En þetta er nokkuð langt. Það nær hér suður að ströndinni og það nær alveg hingað norður undir Keflavíkurveg,“ segir hann. Í þessu tilviki gæti fjallið Þorbjörn reynst bjargvættur byggðarinnar. Þorbjarnarfell vinstra megin. Fjær er Grindavík við ströndina.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þorbjörn er ekki að ógna byggðinni í Grindavík. Þvert á móti. Hann virkar eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þannig að ef það gýs fyrir norðan eða vestan við Þorbjörn, þá mun hann beina hrauninu annað en niður í byggðina.“ Versta staðan fyrir Grindavík væri ef svokölluð Sundhnúkasprunga austan Þorbjarnar myndi gjósa. „Ef við horfum á söguna þá er náttúrlega þessi sprunga hér, Sundhnúkasprungan, hún er náttúrlega hættulegust. Hún er beinlínis hér innan bæjarmarkanna í Grindavík. Hún gaus fyrir um það bil tvöþúsund árum síðan.“ Landrisið sé hins vegar utan við þessa sprungu. „Og þá er Sundhnúkasprungan kannski stikkfrí í bili,“ segir Páll. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar spurt er hvaða mannvirki væru helst í hættu bendir Páll á að þau gætu skemmst vegna sprunguhreyfinga jafnvel þótt ekki gjósi. Hann byrjar á því að benda á suðurströndina vestan Staðarhverfis. „Þá er vegurinn og fiskiræktarfyrirtækin kannski í hættu fyrir tjóni. Ef það fer í norðurátt þá er það náttúrlega Svartsengi og Bláa lónið sem eru þar í skotstefnunni. Og Grindavíkurvegurinn. Og það er hitaveituleiðslan til Keflavíkur, sem eru þá undir.“ Hitaveituæðin frá Svartsengi til Reykjanesbæjar liggur um líklegasta gossvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann telur að þarna verði fremur rólegt gos. „Ef fólk fer varlega og ef það tekst að gefa út viðvörun nægilega snemma, þá er enginn í neinni hættu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Vogar Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Stöðug smáskjálfavirkni í dag staðfestir að ekkert lát er á landrisi í Eldvörpum og Svartsengi. Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar og í því tilviki segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að fjallið myndi virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landrisið á svæðinu norðan Grindavíkur mælist nú yfir þrír sentímetrar og jarðskjálftamælir þar hefur sýnt stöðuga smáskjálfta í dag. Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn sýndi stöðuga smáskjálftavirkni í dag, - ótvírætt merki um að landris sé í gangi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta segir þá sögu að landrisið er í gangi núna, - bara nákvæmlega þessa síðustu klukkutíma,“ sagði Páll í dag. Páll telur alls ekki víst að þessi rishrina endi með gosi en ef svo fari, þá sé líklegast að sprungan opnist norðvestan Grindavíkur. Á korti sýnir hann hvernig hann telur langlíklegast að gossprungan myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Séð yfir orkuverið í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn fjær og Bláa lónið til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við getum sagt að langlíklegast sé þetta svæði hér,“ segir Páll um leið og hann leggur kennaraprikið yfir sprungulínuna um Eldvörp á kortinu. „En þetta er nokkuð langt. Það nær hér suður að ströndinni og það nær alveg hingað norður undir Keflavíkurveg,“ segir hann. Í þessu tilviki gæti fjallið Þorbjörn reynst bjargvættur byggðarinnar. Þorbjarnarfell vinstra megin. Fjær er Grindavík við ströndina.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þorbjörn er ekki að ógna byggðinni í Grindavík. Þvert á móti. Hann virkar eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þannig að ef það gýs fyrir norðan eða vestan við Þorbjörn, þá mun hann beina hrauninu annað en niður í byggðina.“ Versta staðan fyrir Grindavík væri ef svokölluð Sundhnúkasprunga austan Þorbjarnar myndi gjósa. „Ef við horfum á söguna þá er náttúrlega þessi sprunga hér, Sundhnúkasprungan, hún er náttúrlega hættulegust. Hún er beinlínis hér innan bæjarmarkanna í Grindavík. Hún gaus fyrir um það bil tvöþúsund árum síðan.“ Landrisið sé hins vegar utan við þessa sprungu. „Og þá er Sundhnúkasprungan kannski stikkfrí í bili,“ segir Páll. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar spurt er hvaða mannvirki væru helst í hættu bendir Páll á að þau gætu skemmst vegna sprunguhreyfinga jafnvel þótt ekki gjósi. Hann byrjar á því að benda á suðurströndina vestan Staðarhverfis. „Þá er vegurinn og fiskiræktarfyrirtækin kannski í hættu fyrir tjóni. Ef það fer í norðurátt þá er það náttúrlega Svartsengi og Bláa lónið sem eru þar í skotstefnunni. Og Grindavíkurvegurinn. Og það er hitaveituleiðslan til Keflavíkur, sem eru þá undir.“ Hitaveituæðin frá Svartsengi til Reykjanesbæjar liggur um líklegasta gossvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann telur að þarna verði fremur rólegt gos. „Ef fólk fer varlega og ef það tekst að gefa út viðvörun nægilega snemma, þá er enginn í neinni hættu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Vogar Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53