Fyrrverandi Belgíukonungur gengst loks við að hafa eignast barn utan hjónabands Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 07:36 Paola drottning og Albert II. Getty Fyrrverandi konungur Belgíu hefur gengist við því að vera faðir 51 árs konu eftir faðernispróf og margra ára málaferli. Albert annar yfirgaf hásætið og steig til hliðar árið 2013 vegna heilsukvilla. Við það missti hann friðhelgi og listakonan Delphine Boël gat því þvingað hann í faðernispróf. Í maí í fyrra úrskurðaði dómstóll í Belgíu að konungurinn fyrrverandi skyldi sektaður um fimm þúsund evrur á dag, fyrir að neita að taka prófið eftir að hafa tapað áfrýjun. Það gerði hann svo á endanum. Delphine Boël.Getty Orðrómur um að Albert hafi eignast barn utan hjónabands leit fyrst dagsins ljós árið 1999 í bók um eiginkonu hans. Móðir Boël, barónessan Sybille de Selys Longchamps, hefur sagt að hún og Albert hafi átt í ástarsambandi sem hafi staðið yfir frá 1966 til 1984. Boël hafði haldið því fram opinberlega frá árinu 2005 að hún væri dóttir Alberts en höfðaði ekki mál fyrr en hann steig til hliðar árið 2013. Lögmaður hennar sagði í viðtalið í gær að það væri mikill léttir að konungurinn hefði viðurkennt að hún væri dóttir hans. Líf hennar hafi verið martröð frá því hún steig fyrst fram og hún hafi höfðað málið vegna barna sinna. Belgía Kóngafólk Tengdar fréttir Nýr konungur í Belgíu Albert II, konungur Belgíu, tilkynnti sjónvarpsávartpi í dag að hann hyggðist afsala sér völdum á þjóðhátíðardegi Belga, þann 21. júlí næstkomandi. 3. júlí 2013 22:55 Fyrrum konungur neitar að gangast undir faðernispróf Málið hefur vakið mikla athygli í Belgíu 1. febrúar 2019 21:11 Fyrrum konungur Belgíu samþykkir að veita lífsýni vegna faðernismáls Albert II. konungur Belgíu sem ríkti frá 1993 til ársins 2013, þegar hann afsalaði sér völdum sökum versnandi heilsu, hefur samþykkt að veita lífsýni til faðernisprófs til að útkljá mál belgísku listakonunnar Delphine Boël. 29. maí 2019 12:16 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Fyrrverandi konungur Belgíu hefur gengist við því að vera faðir 51 árs konu eftir faðernispróf og margra ára málaferli. Albert annar yfirgaf hásætið og steig til hliðar árið 2013 vegna heilsukvilla. Við það missti hann friðhelgi og listakonan Delphine Boël gat því þvingað hann í faðernispróf. Í maí í fyrra úrskurðaði dómstóll í Belgíu að konungurinn fyrrverandi skyldi sektaður um fimm þúsund evrur á dag, fyrir að neita að taka prófið eftir að hafa tapað áfrýjun. Það gerði hann svo á endanum. Delphine Boël.Getty Orðrómur um að Albert hafi eignast barn utan hjónabands leit fyrst dagsins ljós árið 1999 í bók um eiginkonu hans. Móðir Boël, barónessan Sybille de Selys Longchamps, hefur sagt að hún og Albert hafi átt í ástarsambandi sem hafi staðið yfir frá 1966 til 1984. Boël hafði haldið því fram opinberlega frá árinu 2005 að hún væri dóttir Alberts en höfðaði ekki mál fyrr en hann steig til hliðar árið 2013. Lögmaður hennar sagði í viðtalið í gær að það væri mikill léttir að konungurinn hefði viðurkennt að hún væri dóttir hans. Líf hennar hafi verið martröð frá því hún steig fyrst fram og hún hafi höfðað málið vegna barna sinna.
Belgía Kóngafólk Tengdar fréttir Nýr konungur í Belgíu Albert II, konungur Belgíu, tilkynnti sjónvarpsávartpi í dag að hann hyggðist afsala sér völdum á þjóðhátíðardegi Belga, þann 21. júlí næstkomandi. 3. júlí 2013 22:55 Fyrrum konungur neitar að gangast undir faðernispróf Málið hefur vakið mikla athygli í Belgíu 1. febrúar 2019 21:11 Fyrrum konungur Belgíu samþykkir að veita lífsýni vegna faðernismáls Albert II. konungur Belgíu sem ríkti frá 1993 til ársins 2013, þegar hann afsalaði sér völdum sökum versnandi heilsu, hefur samþykkt að veita lífsýni til faðernisprófs til að útkljá mál belgísku listakonunnar Delphine Boël. 29. maí 2019 12:16 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Nýr konungur í Belgíu Albert II, konungur Belgíu, tilkynnti sjónvarpsávartpi í dag að hann hyggðist afsala sér völdum á þjóðhátíðardegi Belga, þann 21. júlí næstkomandi. 3. júlí 2013 22:55
Fyrrum konungur neitar að gangast undir faðernispróf Málið hefur vakið mikla athygli í Belgíu 1. febrúar 2019 21:11
Fyrrum konungur Belgíu samþykkir að veita lífsýni vegna faðernismáls Albert II. konungur Belgíu sem ríkti frá 1993 til ársins 2013, þegar hann afsalaði sér völdum sökum versnandi heilsu, hefur samþykkt að veita lífsýni til faðernisprófs til að útkljá mál belgísku listakonunnar Delphine Boël. 29. maí 2019 12:16