Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 20:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að samningar náist áður en verkföll verða að veruleika. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49