Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 12:49 Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í morgun. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24