Segir Íslendinga skelfilega eftirbáta Norðurlandaþjóðanna í heimahjúkrun Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 16:51 Ólafur Þór Gunnarsson ræddi stöðu hjúkrunarfræðinga í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira