Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Frá Hong Kong þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna faraldursins. Vísir/Getty Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira