Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 21:34 Landsréttur vísaði til dráttar sem varð á málinu um ákvörðun sína um að milda dóminn. Vísir/Egill Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira