Fyrsta lagi svör eftir fund á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:30 Framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi hafa dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24