Fluttu á Seyðisfjörð til að bæta lífsgæði fjölskyldunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2020 17:30 Katla Rut Pétursdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson stofnuðu saman leikfélag á Seyðisfirði og frumsýna sitt fyrsta verk í febrúar. Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart. Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira
Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart.
Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira