Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 18:39 Glenn Greenwald er með brasilískan ríkisborgararétt. Vefmiðill hans, The Intercept, birti eldfimar uppljóstranir um fyrrverandi dómara og dómsmálaráðherra landsins í fyrra. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013.
Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30