Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 18:39 Glenn Greenwald er með brasilískan ríkisborgararétt. Vefmiðill hans, The Intercept, birti eldfimar uppljóstranir um fyrrverandi dómara og dómsmálaráðherra landsins í fyrra. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013.
Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30