Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 12:00 Hernandez í treyju Sevilla. Vísir/Getty Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020 MLS Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020
MLS Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti