Efling vill ræða beint við borgarstjóra Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39