Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2020 11:48 Guðrún flaug beint til Frankfurt og er á leiðinni heim. Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00