Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 12:00 Tveir hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar. vísir/vilhelm Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira