Hetja næturinnar hafði verið látin fara átta sinnum á ferlinum: Chiefs og 49ers mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:00 Hetja næturinnar, Raheem Mostert, fagnar sigrnum með syni sínum Gunnari, Mostert átti ótrúlegan leik. Getty/Ezra Shaw Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020 NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15