Nýjar reglur á landamærunum „algjört rothögg“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 16:03 Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Hótel Sögu. Vísir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26