Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 20:05 Pútín og Lúkasjenkó í júní á þessu ári. Alexei Nikolsky/Getty Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum. Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum.
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32