Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 20:05 Pútín og Lúkasjenkó í júní á þessu ári. Alexei Nikolsky/Getty Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum. Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum.
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32