Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. febrúar 2020 12:44 Landsréttur vísir/egill Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands. Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands.
Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00