Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 19:00 Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi. Hælisleitendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi.
Hælisleitendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira