Ætla á Borgarfjörð eystri en aka svo í Borgarnes vestra Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2020 07:32 Helgi Hlynur Ásgrímsson við upptökur á þættinum Um land allt. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dæmi eru um að fólk sem ætlar á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði leiti hennar í Borgarnesi. Það virðist ekki hafa áttað sig á því að til eru fleiri Borgarfirðir á landinu. Sá á Austfjörðum er ýmist aðgreindur með „eystri“ eða „eystra“. Hvort tveggja telst málfræðilega „rétt“ en nafn sveitarfélagsins er Borgarfjörður eystri. Fjallað var um þennan rugling í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við skerum okkur dálítið mikið úr með því að þurfa að segja hvar á landinu. Jú, stundum er það óþægilegt og fyrir ferðamenn getur þetta verið óþægilegt. Það hefur alveg komið fyrir að fólk leiti að Bræðslunni í Borgarnesi,“ sagði Helgi Hlynur Ásgrímsson, trillukarl, rollubóndi og vert í Fjarðarborg. Elísabet Dögg Sveinsdóttir, rekstrarstjóri gistihússins Blábjarga, ræddi muninn á Borgarfjörðunum. Elísabet Dögg Sveinsdóttir, fyrsti varahreppsnefndarfulltrúi á Borgarfirði eystri og rekstrarstjóri Blábjarga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Nei, ég er úr hinum Borgarfirði. Hann er kallaður Borgarfjörður síðri hér. Ég er sem sagt úr Skorradal.“ -Er þetta þá kannski Borgarfjörður betri? „Já, ætli það megi ekki segja það. Mamma viðurkennir það ekki. Skilur ekki hvað ég er að þvælast hérna. En mér finnst voða gott að vera hérna.“ -Hvað er það eiginlega? „Heyrðu bara! Sjáðu! Fjöllin. Náttúran. Álfarnir. Mér líður bara mjög vel hérna. Ég var búin að ferðast um allan heim og endaði svo hér.“ Þriðji Borgarfjörðurinn er á Vestfjörðum, einn af innfjörðum Arnarfjarðar, en þar er Mjólkárvirkjun. Hér má sjó brot úr þættinum: Borgarbyggð Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem ætlar á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði leiti hennar í Borgarnesi. Það virðist ekki hafa áttað sig á því að til eru fleiri Borgarfirðir á landinu. Sá á Austfjörðum er ýmist aðgreindur með „eystri“ eða „eystra“. Hvort tveggja telst málfræðilega „rétt“ en nafn sveitarfélagsins er Borgarfjörður eystri. Fjallað var um þennan rugling í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við skerum okkur dálítið mikið úr með því að þurfa að segja hvar á landinu. Jú, stundum er það óþægilegt og fyrir ferðamenn getur þetta verið óþægilegt. Það hefur alveg komið fyrir að fólk leiti að Bræðslunni í Borgarnesi,“ sagði Helgi Hlynur Ásgrímsson, trillukarl, rollubóndi og vert í Fjarðarborg. Elísabet Dögg Sveinsdóttir, rekstrarstjóri gistihússins Blábjarga, ræddi muninn á Borgarfjörðunum. Elísabet Dögg Sveinsdóttir, fyrsti varahreppsnefndarfulltrúi á Borgarfirði eystri og rekstrarstjóri Blábjarga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Nei, ég er úr hinum Borgarfirði. Hann er kallaður Borgarfjörður síðri hér. Ég er sem sagt úr Skorradal.“ -Er þetta þá kannski Borgarfjörður betri? „Já, ætli það megi ekki segja það. Mamma viðurkennir það ekki. Skilur ekki hvað ég er að þvælast hérna. En mér finnst voða gott að vera hérna.“ -Hvað er það eiginlega? „Heyrðu bara! Sjáðu! Fjöllin. Náttúran. Álfarnir. Mér líður bara mjög vel hérna. Ég var búin að ferðast um allan heim og endaði svo hér.“ Þriðji Borgarfjörðurinn er á Vestfjörðum, einn af innfjörðum Arnarfjarðar, en þar er Mjólkárvirkjun. Hér má sjó brot úr þættinum:
Borgarbyggð Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45
Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15
Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32