Messi með stoðsendingaþrennu í torsóttum sigri Börsunga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 21:45 Messi lagði upp öll þrjú mörk Barcelona gegn Real Betis. vísir/getty Barcelona lenti tvisvar undir gegn Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en kom til baka og vann 2-3 sigur. Lionel Messi lagði öll mörk Börsunga upp. Með sigrinum minnkaði Barcelona forskot Real Madrid á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Betis byrjaði betur og komst yfir strax á 6. mínútu þegar Sergio Canales skoraði úr vítaspyrnu. Þremur mínútum síðar jafnaði Frenkie de Jong eftir stundusendingu frá Messi. Nabil Fekir kom Betis aftur yfir á 26. mínútu en Sergio Busquets jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar 18 mínútur voru eftir skoraði franski miðvörðurinn Clement Lenglet sigurmark Barcelona með skalla eftir aukaspyrnu Messis. Joel Robles, markvörður Betis, rann til og náði ekki að verja skalla Lenglets. Lenglet fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Hann fór þar með sömu leið og Fekir sem var rekinn út af þremur mínútum fyrr. Spænski boltinn
Barcelona lenti tvisvar undir gegn Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en kom til baka og vann 2-3 sigur. Lionel Messi lagði öll mörk Börsunga upp. Með sigrinum minnkaði Barcelona forskot Real Madrid á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Betis byrjaði betur og komst yfir strax á 6. mínútu þegar Sergio Canales skoraði úr vítaspyrnu. Þremur mínútum síðar jafnaði Frenkie de Jong eftir stundusendingu frá Messi. Nabil Fekir kom Betis aftur yfir á 26. mínútu en Sergio Busquets jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar 18 mínútur voru eftir skoraði franski miðvörðurinn Clement Lenglet sigurmark Barcelona með skalla eftir aukaspyrnu Messis. Joel Robles, markvörður Betis, rann til og náði ekki að verja skalla Lenglets. Lenglet fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Hann fór þar með sömu leið og Fekir sem var rekinn út af þremur mínútum fyrr.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti