Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:37 Stjórnendur segja skýra áherslu verða á arðsemi og að lágmarka áhættu af frekari kyrrsetningu MAX véla á þessu ári. Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17
17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00