Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56