Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka stýrivöxti bankans í 2,75% á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar á fundinum og svara spurningum fundargesta.
Tilkynnt var í morgun að Peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,75 prósent.
Hér að neðan má sjá myndband af Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra fjalla um efnahagshorfur og ákvörðun nefndarinnar.