Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:15 Mary-Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein, mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður Írlands en um 41% svarenda í könnunum segjast ánægðir með störf hennar. Vísir/EPA Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016. Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016.
Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16