Katie Sowers varð í gær fyrsta konan sem þjálfar í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar.
Hún er aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers sem tapaði fyrir Kansas City Chiefs, 31-20.
.@KatieSowers, an offensive assistant coach for the 49ers, is the first woman to coach in the Super Bowl #SBLIVpic.twitter.com/gNaEWbTns1
— espnW (@espnW) February 2, 2020
Sowers er jafnframt fyrsti samkynhneigði þjálfarinn sem tekur þátt í Super Bowl.
Katie Sowers has already won tonight as the first woman and the first openly LGBTQ+ person to coach in the Super Bowl. When there is more diversity in sport, everyone wins. pic.twitter.com/0s7D1gxNR2
— Peloton (@onepeloton) February 2, 2020
Hún hefur starfað í NFL-deildinni undanfarin fjögur ár. Fyrsta árið var hún með Atlanta Falcons en færði sig svo yfir til Niners 2017.
Alls voru átta konur í þjálfarateymum liðanna í NFL í vetur, helmingur þeirra í fullu starfi.
Sowers á tvíburasystur sem mætti að sjálfsögðu á leikinn í Miami í gær. Fyrir leikinn óskaði hún systur sinni góðs gengis í viðtali við Fox en það dugði ekki til.
Katie Sowers' twin sister Liz wishes her good luck in Super Bowl LIV!#SBLIVpic.twitter.com/6ILzDYvg3m
— FOX Sports (@FOXSports) February 2, 2020