Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2020 08:15 Þættirnir sem báru nafnið Klink voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Rúv núll Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“ Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira