Vildi sjá heiminn áður en hún yrði blind Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:15 Ruth og Auðun búa í húsbíl Stöð 2 „Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
„Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira