Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi. Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi.
Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira