Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþonið fer ekki fram í ár en hlauparar geta safnað áheitum. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18
Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00