Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþonið fer ekki fram í ár en hlauparar geta safnað áheitum. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18
Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein