Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. febrúar 2020 20:15 Hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið fyrir árið 2030. getty/Andreas Rentz Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. Í tvö ár hafa um fjörutíu sérfræðingar unnið að skýrslu fyrir UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og læknatímaritið Lancet. Skýrslan markar tímamót þar sem nýir þættir eru dregnir inn í mat á velferð barna. „Þá er verið að tala helst um umhverfisþáttinn og mengandi áhrif ríkja sem að snúa allri velferðarumræðu barna á hvolf,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF. Ísland hríðfellur þegar umhverfisþættir eru skoðaðir í sambandi við velferð barna Anthony Costello, skýrsluhöfundur, segir að WHO telji að meira en þriðjungur allra dauðsfalla barna tengist umhverfismálum. „Loftmengun. Níu af hverjum tíu börnum anda ekki að sér öruggu lofti. Óhreint vatn sem við vitum að er slæmt hvað næringu varðar og sýkingar.“ Ef litið er til hefðbundinna velferðarviðmiða er Ísland í níunda sæti.vísir Íslendingar raða sér meðal efstu þjóða í að tryggja velferð barna þegar litið er til hefðbundinna mælikvarða líkt og menntunar og heilsu og sitja þar í níunda sæti. Aðrar efnaðar þjóðir á borð við Noreg raða sér á toppinn. Þegar litið er til svokallaðra sjálfbærra viðmiða er myndin allt önnur og Ísland fellur í 163. sæti. Ástæðan fyrir því, samkvæmt skýrslunni, er sú að hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Samkvæmt þessari mælingu stendur Ísland sig einna verst í að tryggja velferð barna. „Við skiljum eftir okkur laskaðan heim, heim með aftakaviðburðum, fellibyljum, flóðum, þurrkum í Ameríku og Afríku, gróðureldum og hitabylgjum,“ segir Anthony Costello. Þegar litið er til sjálfbærra velferðarviðmiða hríðfellur Ísland á lista yfir velferð barna.vísir Kalla eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu fyrir börn „Þetta endurspeglar kannski veruleika sem við verðum að vera duglegri að horfast í augu við. Að velferð barna er ekki bara hér og nú, hún er líka framtíðin,“ segir Bergsteinn. Í skýrslunni kalla höfundar eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu sem drifin verði áfram fyrir börn og leggi meðal annars áherslu á að stöðva losun koltvísýrings. Hreyfingar sem vinna að sama markmiði hafa víða þegar verið stofnaðar en í flestum tilvikum að frumkvæði barnanna sjálfra sem hafa áhyggjur af stöðunni. Jóna Þórey Pétursdóttir, er forsvarskona einnar slíkrar sem staðið hefur fyrir loftslagsverkföllum hér á landi. Á föstudaginn verða ákveðin tímamót í mótmælunum en þá verður liðið ár frá því að loftslagsverkföll á vegum ungmenna hófust. Börn og ungmenni hafa komið saman á Austurvelli á hverjum föstudegi síðasta árið og mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.vísir/vilhelm „Þá verða loftslagsverkföllin búin að standa yfir í heilt ár sem gerir það að verkum að þetta verður 52. vikan hjá okkur á Íslandi og við vonumst til að sjá sem flesta núna á föstudaginn kl. 11:50 hjá Hallgrímskirkju,“ segir Jóna. Hún segir margt hafa áunnist á síðastliðnu ári: „Sérstaklega kannski umræðan og almannavitund. Það þarf ekki að líta lengra en til skaupsins til að sjá að ungt fólk að taka loftslagsmálin í sínar hendur er vissulega umræðuefni í samfélaginu.“ Börn og uppeldi Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30 Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. Í tvö ár hafa um fjörutíu sérfræðingar unnið að skýrslu fyrir UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og læknatímaritið Lancet. Skýrslan markar tímamót þar sem nýir þættir eru dregnir inn í mat á velferð barna. „Þá er verið að tala helst um umhverfisþáttinn og mengandi áhrif ríkja sem að snúa allri velferðarumræðu barna á hvolf,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF. Ísland hríðfellur þegar umhverfisþættir eru skoðaðir í sambandi við velferð barna Anthony Costello, skýrsluhöfundur, segir að WHO telji að meira en þriðjungur allra dauðsfalla barna tengist umhverfismálum. „Loftmengun. Níu af hverjum tíu börnum anda ekki að sér öruggu lofti. Óhreint vatn sem við vitum að er slæmt hvað næringu varðar og sýkingar.“ Ef litið er til hefðbundinna velferðarviðmiða er Ísland í níunda sæti.vísir Íslendingar raða sér meðal efstu þjóða í að tryggja velferð barna þegar litið er til hefðbundinna mælikvarða líkt og menntunar og heilsu og sitja þar í níunda sæti. Aðrar efnaðar þjóðir á borð við Noreg raða sér á toppinn. Þegar litið er til svokallaðra sjálfbærra viðmiða er myndin allt önnur og Ísland fellur í 163. sæti. Ástæðan fyrir því, samkvæmt skýrslunni, er sú að hér á landi er losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu 283% umfram losunarmarkmið sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Samkvæmt þessari mælingu stendur Ísland sig einna verst í að tryggja velferð barna. „Við skiljum eftir okkur laskaðan heim, heim með aftakaviðburðum, fellibyljum, flóðum, þurrkum í Ameríku og Afríku, gróðureldum og hitabylgjum,“ segir Anthony Costello. Þegar litið er til sjálfbærra velferðarviðmiða hríðfellur Ísland á lista yfir velferð barna.vísir Kalla eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu fyrir börn „Þetta endurspeglar kannski veruleika sem við verðum að vera duglegri að horfast í augu við. Að velferð barna er ekki bara hér og nú, hún er líka framtíðin,“ segir Bergsteinn. Í skýrslunni kalla höfundar eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu sem drifin verði áfram fyrir börn og leggi meðal annars áherslu á að stöðva losun koltvísýrings. Hreyfingar sem vinna að sama markmiði hafa víða þegar verið stofnaðar en í flestum tilvikum að frumkvæði barnanna sjálfra sem hafa áhyggjur af stöðunni. Jóna Þórey Pétursdóttir, er forsvarskona einnar slíkrar sem staðið hefur fyrir loftslagsverkföllum hér á landi. Á föstudaginn verða ákveðin tímamót í mótmælunum en þá verður liðið ár frá því að loftslagsverkföll á vegum ungmenna hófust. Börn og ungmenni hafa komið saman á Austurvelli á hverjum föstudegi síðasta árið og mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum.vísir/vilhelm „Þá verða loftslagsverkföllin búin að standa yfir í heilt ár sem gerir það að verkum að þetta verður 52. vikan hjá okkur á Íslandi og við vonumst til að sjá sem flesta núna á föstudaginn kl. 11:50 hjá Hallgrímskirkju,“ segir Jóna. Hún segir margt hafa áunnist á síðastliðnu ári: „Sérstaklega kannski umræðan og almannavitund. Það þarf ekki að líta lengra en til skaupsins til að sjá að ungt fólk að taka loftslagsmálin í sínar hendur er vissulega umræðuefni í samfélaginu.“
Börn og uppeldi Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30 Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. 16. október 2019 14:30
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00