„Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 16:34 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/birgir Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47