Sport

LeBron skiptir sér af hafnaboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty

Það er allt upp í loft í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni eftir stærsta skandal í sögu deildarinnar síðan allir voru á sterum þar.

Það hefur komið í ljós að árið 2017 var Houston Astros að svindla með því að stela merkjasendingum andstæðinganna. Hvernig átti að kasta boltanum hverju sinni. Það er ólöglegt. Boston Red Sox hefur líka verið gripið við sömu iðju.

Körfuboltastjarnan LeBron James hjá LA Lakers hefur nú blandað sér í málið.

„Ég veit að ég spila ekki hafnabolta en ég er í íþróttum og ef ég hefði tapað meistaratitli af því eitthvað lið var að svindla þá væri ég brjálaður,“ skrifaði LeBron James.

„Yfirmaður MLB-deildarinnar þarf að hlusta á leikmenn deildarinnar en þeir eru sárir og brotnir yfir þessu. Boltinn er hjá þér og þú verður að laga þetta. Heilindi íþrótta eru undir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×