Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 10:43 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna „Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira