Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 10:13 Skipulagsbreytingarnar hjá Eimskip taka gildi þegar í dag. Vísir/Rakel Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit. Vinnumarkaður Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.
Vinnumarkaður Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent