Þessir listamenn koma fram á Aldrei fór ég suður Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2020 16:30 Nýtt kynningarmyndband frá AFÉS leit dagsins ljós í dag. Mugison, Between Mountains, Páska-Helgi Björns og hljómsveitin ÝR eru meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2020 en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram um páskana næstkomandi, venjum samkvæmt á Ísafirði, 10. og 11. apríl. Hátíðin sem var fyrst haldin árið 2004. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Samhliða aðaldagskránni fara fram fjölmargir hliðarviðburðir í sveitarfélaginu sem kynntir verða sérstaklega þegar nær dregur, þar á meðal uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Þeir sem fram koma á stóra sviðinu eru Moses Hightower, Kælan mikla, Bríet, Auður, K.óla, Mugison, GDRN, Hermigervill, Vök, Hipsumhaps, Kontinuum, sigursveit Músiktilrauna, Helgi Björnsson, Between Mountains, önfirska hljómsveitin Æfing og hin ísfirska og goðsagnakennda hljómsveit ÝR. Það hlýtur að teljast til tíðinda að hljómsveitin ÝR snúi aftur í heimabæinn og komi fram í fyrsta sinn í áratugi. ÝR gaf út hljómplötuna ÝR var það heillin fyrir hartnær 45 árum síðan, lagið „Kanínan” gerði það gott af þeirri plötu og flestir sem þekkja það lag ekki síst eftir að Sálin hans Jóns míns tók það upp á sína arma. Það mætti segja að það sé vestfirsk slagsíða á dagskrá hátíðarinnar en hana prýða nokkrir fánaberar vestfirskrar tónlistar og undirstrika hversu rík tónlistarmenning er að finna á Ísafirði og nágrenni. Má þar nefna súgfirsku sveitina Between Mountains, hinn ísfirska Helga Björns, súðvíska listamanninn Mugison og önfirsku sveitina Æfingu en í henni er m.a. Siggi Björns sem gerði lífstíðarsamning við hátíðina á upphafsárum hennar. Í kynningarmyndbandi sem hátíðin birtir í dag má sjá ýmsa íbúa Ísafjarðarbæjar við sín daglegu störf, þ.m.t. sóknarprestinn, heilbrigðisstarfsfólk, lögregluna, hafnarstjóra, bæjarstjóra, fólk í þjónustu og við rækjuvinnslu. Allt er fólkið að vinna með hljóðfæri á einhvern máta enda má finna tónlistina út um allt í bænum. Hér að neðan má sjá myndbandið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni D'Angelo er látinn Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira
Mugison, Between Mountains, Páska-Helgi Björns og hljómsveitin ÝR eru meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2020 en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram um páskana næstkomandi, venjum samkvæmt á Ísafirði, 10. og 11. apríl. Hátíðin sem var fyrst haldin árið 2004. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Samhliða aðaldagskránni fara fram fjölmargir hliðarviðburðir í sveitarfélaginu sem kynntir verða sérstaklega þegar nær dregur, þar á meðal uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Þeir sem fram koma á stóra sviðinu eru Moses Hightower, Kælan mikla, Bríet, Auður, K.óla, Mugison, GDRN, Hermigervill, Vök, Hipsumhaps, Kontinuum, sigursveit Músiktilrauna, Helgi Björnsson, Between Mountains, önfirska hljómsveitin Æfing og hin ísfirska og goðsagnakennda hljómsveit ÝR. Það hlýtur að teljast til tíðinda að hljómsveitin ÝR snúi aftur í heimabæinn og komi fram í fyrsta sinn í áratugi. ÝR gaf út hljómplötuna ÝR var það heillin fyrir hartnær 45 árum síðan, lagið „Kanínan” gerði það gott af þeirri plötu og flestir sem þekkja það lag ekki síst eftir að Sálin hans Jóns míns tók það upp á sína arma. Það mætti segja að það sé vestfirsk slagsíða á dagskrá hátíðarinnar en hana prýða nokkrir fánaberar vestfirskrar tónlistar og undirstrika hversu rík tónlistarmenning er að finna á Ísafirði og nágrenni. Má þar nefna súgfirsku sveitina Between Mountains, hinn ísfirska Helga Björns, súðvíska listamanninn Mugison og önfirsku sveitina Æfingu en í henni er m.a. Siggi Björns sem gerði lífstíðarsamning við hátíðina á upphafsárum hennar. Í kynningarmyndbandi sem hátíðin birtir í dag má sjá ýmsa íbúa Ísafjarðarbæjar við sín daglegu störf, þ.m.t. sóknarprestinn, heilbrigðisstarfsfólk, lögregluna, hafnarstjóra, bæjarstjóra, fólk í þjónustu og við rækjuvinnslu. Allt er fólkið að vinna með hljóðfæri á einhvern máta enda má finna tónlistina út um allt í bænum. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni D'Angelo er látinn Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira