Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. febrúar 2020 20:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan.
Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira