Úrhelli og flóð af völdum Dennis á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 14:15 Kona reynir að hemja regnhlíf í óveðrinu í Bournemouth á Englandi. Vísir/EPA Mánaðarúrkoma féll í sunnanverðu Wales á tveimur sólarhringum um helgina af völdum stormsins Dennis. Varað hefur verið við lífshættulegum flóðum á svæðinu og samgöngur hafa lamast víðar um Bretland. Alls eru 594 viðvaranir vegna flóða í gildi á Englandi og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi, að sögn The Guardian. Í Suður-Wales er varað við flóðum sem geta verið lífshættuleg mönnum á tveimur stöðum. Veðurstofan gaf út rauða veðurviðvörun vegna úrkomu í fyrsta skipti í fimm ár. Rauði krossinn hefur varað fólk við að gera ráð fyrir því versta þegar flóð ná hámarki á næstu dögum. „Búist er við að stormarnir haldi áfram og að vatnsstaðan nái hámarki á mánudag og þriðjudag. Það er mikilvægt að fólk sé búið undir það versta,“ segir Georgie Timmins, neyðarfulltrúi breska Rauða krossins. Veðurstofa Bretlands segir að tæpir 133 millímetrar regns hafi mælst í Cray-verndarsvæðinu í Powys í Suður-Wales frá klukkan sjö á föstudagssmorgun til klukkan átta á sunnudagsmorgun. Meðalúrkoma í Wales í febrúarmánuði er 110,8 millímetrar. Spáð er áframhaldandi úrkomu á Englandi og Wales í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar sé unnið að því að bjarga íbúum í Powys eftir að vatn flæddi inn í hús þeirra. Yfirvöld í suðurhluta Wales og í Herefordskíri á Englandi hafa lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna flóða og aurskriðna. Bretland Tengdar fréttir Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Mánaðarúrkoma féll í sunnanverðu Wales á tveimur sólarhringum um helgina af völdum stormsins Dennis. Varað hefur verið við lífshættulegum flóðum á svæðinu og samgöngur hafa lamast víðar um Bretland. Alls eru 594 viðvaranir vegna flóða í gildi á Englandi og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi, að sögn The Guardian. Í Suður-Wales er varað við flóðum sem geta verið lífshættuleg mönnum á tveimur stöðum. Veðurstofan gaf út rauða veðurviðvörun vegna úrkomu í fyrsta skipti í fimm ár. Rauði krossinn hefur varað fólk við að gera ráð fyrir því versta þegar flóð ná hámarki á næstu dögum. „Búist er við að stormarnir haldi áfram og að vatnsstaðan nái hámarki á mánudag og þriðjudag. Það er mikilvægt að fólk sé búið undir það versta,“ segir Georgie Timmins, neyðarfulltrúi breska Rauða krossins. Veðurstofa Bretlands segir að tæpir 133 millímetrar regns hafi mælst í Cray-verndarsvæðinu í Powys í Suður-Wales frá klukkan sjö á föstudagssmorgun til klukkan átta á sunnudagsmorgun. Meðalúrkoma í Wales í febrúarmánuði er 110,8 millímetrar. Spáð er áframhaldandi úrkomu á Englandi og Wales í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar sé unnið að því að bjarga íbúum í Powys eftir að vatn flæddi inn í hús þeirra. Yfirvöld í suðurhluta Wales og í Herefordskíri á Englandi hafa lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna flóða og aurskriðna.
Bretland Tengdar fréttir Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15. febrúar 2020 11:37